Rannsóknarmiðstöð um viðskiptasiðfræði - Siðvís
Rannsóknarmiðstöð um viðskiptasiðfræði (Center of Business Ethics) er vettvangur rannsókna og fræðslu á sviði viðskiptasiðfræði. Starfsemi Rannsóknarmiðstöðvarinnar fellur undir ábyrgð stjórnar Viðskiptafræðistofnunar. Leiðarljós miðstöðvarinnar er bætt siðferði í viðskiptum á Íslandi.
Hlutverk rannsóknarmiðstöðvar er:
- Vera leiðandi afl í rannsóknum á margvíslegum viðfangsefnum viðskiptasiðfræðinnar
- Stuðla að bættu viðskiptasiðferði á Íslandi
- Stuðla að aukinni umræðu um viðskiptasiðfræði
- Stuðla að fræðslu um viðskiptasiðfræði, bæði innan háskólasamfélagsins sem og atvinnulífsins, m.a. með námskeiðahaldi og útgáfu fræðsluefnis á sviði viðskiptasiðfræði
- Koma á virkum tengslum við erlendar rannsóknarmiðstöðvar um viðskiptasiðfræði
Image
Stjórn rannsóknarmiðstöðvarinnar skipa:
- Elmar Hallgríms, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, stjórnarformaður
- Ásthildur Otharsdóttir, ráðgjafi
- Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
- Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka og stjórnarformaður Íslandssjóða
- Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
- Vilhjálmur Jens Árnason, ráðgjafi